Það runnu á mig tvær grímur nýlega þegar ég uppgötvaði snilldarlagið Verst af öllu með Ríó Tríói. Textinn er nefnilega sérstaklega saminn um mig og mína aðstöðu þennan veturinn. Hvernig gat rithöfundurinn vitað um aðstöðu mína? Hér er fyrsta erindið:
Verst af öllu er í heimi
einn að búa í Reykjavík.
Kúldrast uppi á kvistherbergi
í kulda og hugsa um pólitík.
Vanta félagsskap og finnast
fólkið líta niður á þig.
Elda sjálfur, vita veslings
vömbin er að gefa sig.
Troðfullt allt af tómum flöskum.
Táfýlan að drepa þig.
Frekar óhugnarlegt. Hér er restin af textanum. Samkvæmt honum á ég eftir að byrja að drekka meira.
Mæli með því að fólk niðurhlaði þessu meistaraverki eða kaupi það og syngi með, rétt eins og ég á fjörugum en einmannalegum laugardagskvöldum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.