Síður

föstudagur, 24. september 2004

Ég gekk, eins og alltaf, í skólann í morgun sem er ekki í frásögu færandi nema fyrir að það var úrhellisrigning, stórhættulega hvasst í veðri og ég í yfirhöfn sem ekki er hægt að renna upp. Einnig var ég nývaknaður og allt stefndi í að ég myndi verða of seinn í skólann, enda reiknaði ég ekki með þessu veðri. Þegar ég svo næstum fauk út í veður og vind á einum tímapunkti hugsaði ég að það gæti varla gengið verr að komast á milli staða en einmitt þarna. Þá varð mér litið á Kringlumýrarbrautina, sá þar kílómetralanga bílaröð sem náði umferðaljósanna á milli, mann hálfgrátandi í risastórajeppanum sínum sem komst ekkert áfram og ég skellti upp úr.
Það besta við Reykjavík er það að maður getur alltaf haft það verra, sama hversu illa manni líður.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.