laugardagur, 26. júní 2004

Hér var að berast frétt sem er býsna vandræðaleg fyrir veftímaritið. Utah Jazz hefur breytt merki sínu og búningum. Með þessari breytingu fylgja nýjir litir en hingað til hefur fjólublái liturinn verið litur Utah Jazz og það er einmitt ástæðan fyrir litavali mínu hérna á síðunni. Nú lítur út fyrir að nýju litirnir séu nákvæmlega eins og á síðunni minni, fyrir breytinguna (dæmi), dökk- og ljósblár. Það má því búast við því að ég breyti þessari síðu aftur í fyrra horf innan tíðar, mörgum leiðindapjökkum til mikillar gleði.

Allavega, hér er nýja merkið:


Aðallitir: Hvítur, dökkblár og ljósblár. Skuggalegt.


og hér er gamla merkið:


Aðallitirnir: Rauður, blár, fjólublár og hvítur.


Hér eru svo nýju búningarnir:


Vestin verða þó líklega ekki svona ljót í sniðum.


Veftímaritið vill venjulega ekki gæta hlutleysis en verður að gera það í þessu máli þar sem skoðun hefur ekki verið mynduð enn sem komið er. Nefnd um málið hefur verið sett á laggirnar og mun hún skila niðurstöðu áður en langt um líður.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.