Síður

mánudagur, 1. mars 2004

Sean Penn fór fínt í að drulla yfir George Bush á óskarsverðlaununum í gærkvöldi þegar hann vann óskarinn fyrir að vera besti leikari ársins í aðalhlutverki og sagði (í lauslegri þýðingu minni): "Ef það er eitthvað sem leikarar vita, fyrir utan að það fundust engin gjöreyðingarvopn í Írak, þá er það að enginn er bestur í að leika."
Tim Robbins vann líka óskarinn fyrir besta karlleikara í aukahlutverki en hann er gríðarlegur friðarsinni eins og Penn og virði ég þá mikið fyrir það. Verst þó að þeir léku báðir í hræðilegri mynd, Mystic River, sem er eins og dæmigerð Colombomynd án áhugaverðs söguþráðar. Ennþá verra er þó að þessi bloggfærsla er um óskarsverðlaunin, sem er sjálfdýrkandi athöfn leikara bandaríkjanna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.