Einu sinni sem oftar lentum við Óli Rúnar, gítarkennari með meiru, á kjaftatörn yfir lærdómnum. Þegar þeirri kjaftatörn var lokið sátum við uppi með ljótustu setningu alheimsins og þá teljum við öll tungumál heimsins með enda annálaðir tungumálamenn. Setningin var eftirfarandi:
„Við tveir gætum klesstst saman, kysstst og við það festst í gardínunni.“
Þessa setningu skal bera fram hátt og snjallt, staf fyrir staf, svo ljótleiki hennar njóti sín sem best.
Það fylgir ekki sögunni hvað við gerðum í þessari tillögu sem annar okkar bar óvænt fram.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.