föstudagur, 28. febrúar 2003

En á léttari nótur, Gylfi Þór Þórsson er gríðarlega fallegur og góður maður. Og með þessum orðum er ég byrjaður að taka við greiðslum fyrir ýmist auglýsingar eða jákvæð ummæli.
Jay Leno í síðasta sinn í gærkvöldi. Hafði ekki séð hann lengi og hrökk í kút þegar ég sá hversu fordómafullur hálfviti Jay Leno í raun er. Talaði um lítið annað en heigulhátt Frakka og hversu skítugir þeir eru og svo framvegis. Þegar uppistandi var lokið og ég orðinn blár í framan af reiði, en ég hélt samt áfram að horfa þar sem ég er latur, kom gríðarlega sjálfsánægður rasistaaumingi og einn sá fordómafyllsti maður sem hef nokkurn tíma heyrt í um ævina í viðtal til Leno en hann heitir Dennis Miller. Ég entist í 3 mínútur að hlusta á það helvítis fífl, eða þar til ég var farinn að valda sjálfum mér skaða sökum reiði. Slökkti ég þá á sjónvarpinu og drap nokkra smáfugla bara til að komast í betra skap. Ein spurning til heimsku bandaríkjamannanna: hvorir eru meiri heiglar, bandaríkjamenn sem plana að bomba tiltölulega litla þjóð og taka svo olíuna, nánast þeirra einu útflutningsvöru, eða Frakkar sem standa í hárinu á fordómafullu herveldi (bandaríkjamönnum) til þess eins að koma í veg fyrir yfirgang þeirra og fjöldamorð. Ég hata heimska bandaríkjamenn.
Samkvæmt einhverju friends prófi á netinu þá er ég:Er ekki alveg viss um að þetta sé satt. Frekar hallærislegt próf og smá sorglegt, eins og þættirnir eru orðnir.

fimmtudagur, 27. febrúar 2003

Er að hlusta á diskinn Boatmans Call með Nick Cave & the bad seeds. Þvílíkt meistaraverk. Ég held ég geti fullyrt að þetta er besti diskur þeirra, örlítið betri en Murder Ballads. Bara ballöður og allar eru þær grípandi. Allir sem hafa gaman af Cave að kaupa þetta, eða gera eins og ég, downloada þessu af netinu þar sem ekkert með honum færst á héraði. Nýjasti diskurinn, Nocturama, fæst ekki einu sinni hérna.

Var að koma af hörkukörfuboltaæfingu. Mjög skemmtilegt en sérstaklega fyrir þær sakir að ég hitti eitthvað, aldrei þessu vant. Mér var sagt, ásamt öllum þeim sem á æfinguna mættu, að vera í liðinu um helgina. Búið að gera ægilega vandaða auglýsingu fyrir leikinn þar sem, meðal annarra, ég sést berjast um frákast, reyndar eins og rassapi í framan en það er aukaatriði.

Enn og aftur vil ég þakka öllum kærlega fyrir að skrifa í ummælin, sem eru fyrir neðan allar færslur hjá mér. Met þetta mikils. Látið mig vita ef eitthvað má betur fara.
Ég sá Neighbours í fyrsta sinn í gær síðan um jólin held ég. Þátturinn byrjaði vel en eitthvað fannst mér skrítið við hann. Þá kom byrjunarstefið og þá áttaði ég mig á þessu. Það er komin ný byrjun í nágranna og hún er hroðaleg. Þar koma saman allir karlarnir í svipuðum fötum, kvenfólkið í sínum bleiku fötum og svo gömlu perrarnir Harold og Lou með ægilegan prakkarasvip. Undir þennan skrípaleik spilast einhver viðbjóðsleg velluútgáfa af nágrannalaginu. Aldrei áður hef ég skammast mín fyrir að horfa á þessu stórgóðu þætti. Allt er orðið bleikt eða ljósblátt, sérhannað af kvenfólki eða hommum, fyrir kvenfólk eða homma. Ég gerði það sem sem mér bar að gera við svona aðstæður, grét í 20 mínútur og hringdi svo í þjóðarsálina og lét sorglega fólkið heyra minn hug.
Annars mjög gott að sjá gamla fjölskylduvini. Leiðinlegt hvernig farið er fyrir Toadie og Karl Kennedy mætti aðeins róa sig í kringum unglingsstelpuna. Hún er jú bara ung einu sinni. Dásamlegt.

miðvikudagur, 26. febrúar 2003

Jæja, ég held áfram með tvífarana. Nú hinsvegar eru það tvöfaldir tvífarar, eitthvað sem enginn hefur nokkurntíman gert áður. Dökkhærðir einstaklingar fara saman og ljóshærðir fara saman. Gjörið svo vel:Siv Friðleifsdóttir og Anna Lindh utanríkisráðherra Svíþjóðar

Harpa Vilbergsdóttir og Garðar Eyjólfsson

þriðjudagur, 25. febrúar 2003

Gulla, Heiðdís og ónafngreind þriðja dama hafa öðlast heimsfrægð. Hér er hægt að sjá heimsfrægð þeirra. Gulla; vertu aðeins neðar með hendina næst.
Loksins er fótbolti orðinn áhugaverður.
Hér með staðfesti ég þann grun minn um að ég sé óheppnasti maður alheimsins. Í dag eftir vinnu fannst mér bíllinn vera skringilegur í akstri og fór ég því strax með hann í viðgerð á ónefnt viðgerðarstæði. Allt í lagi með það. Ég veit ekki mikið um bíla en ég þóttist vita að þarna var á ferðinni slitin reim einhverskonar í bílnum sem olli því að hann kældi sig ekki niður, rafmagn endurhlóðst ekki og stýrið var mjög erfitt. Ég fékk það staðfest og að það tæki 1,5 tíma að gera við þetta. Ég kem aftur eftir þann tíma og þá er alterotorinn, hvað sem það nú er, að losna og þeir ætla bara að festa hann og þá er allt komið. Ég bíð og ég bíð og svo þegar því er lokið bíð ég aðeins lengur. Eftir einn og hálfan tíma í viðbót er svo búið að gera við bílinn nema hvað alterotorinn er ónýtur allt í einu. Ekki nóg með að ég hafi beðið í 3 tíma, þar af 1 og hálfan tíma við að spila space impact á staðnum í gsm símanum mínum þar til hann varð batteríslaus á lokageimverunni þá var bíllinn nú óökufær og verið a loka búllunni. Í stað þess að rétt skreppa til að láta eina skitna reim í bílinn þá sit ég hér billaus, tímalaus og peningalaus að því er virðist en svona viðgerð kostar að öllum líkindum um 30.000 krónur. Ég missi þar að auki af körfuboltaæfingu sem ég ætlaði að mæta á og svo bara til að koma mér í aðeins verra skap er ég að fá kvefpest, bara í 3ja sinn síðustu 3mánuði. Líf mitt í helvítis hnotskurn.

En hey, ég hef þó alltaf bjartsýnina.
Aldrei nokkurn tíman um ævina hef ég heyrt jafn skelfilega lélegar útvarpsauglýsingar og Iceland express eru með í spilun þessa dagana. Þar er flugfreyja að æfa sig í að tilkynna brottför til London eða Kaupmannahafnar (nokkrar mismunandi auglýsingar) og það kemur einhver kall inn í þetta (eins og leikstjóri) og segir henni hvað mætti betur fara. Dæmi um það sem bætur mætti fara er að segja þetta á ensku með dönskum hreim, segja þetta meira og meira glaðlegar og svo framvegis. Algjörlega laust við að vera fyndið. Skrítið að leikarar, leikstjóri (ef einhver), höfundur (ef einhver) og stjórn flugleiða eða markaðsstjóri skuli hafa tekið þátt í þessu eða hleypt þessu alla leið í útvarpið. Ágætis dæmi um ófyndið fólk með gríðarlegt sjálfstraust. Bara þessar útvarpsauglýsingar frá Iceland express hafa fengið mig til að versla aldrei nokkurntíman við það fyrirtæki. Frekar sit ég fastur á Íslandi um aldur og ævi.

*Leiðrétt*
Iceland express í stað Icelandair.

mánudagur, 24. febrúar 2003

Það er sagt að maður geti fundið hvað sem er á internetinu. Ég afsannaði það í kvöld þegar ég hugðist sýna fram á að einn keppandanna í Temptation Island Australia (sem var sýnd fyrir áramót á skjá einum..og ég fylgdist ekki með, ef einhver trúir mér) væri farinn að sitja fyrir á erótískum myndum. Hér eru nokkrar af erótísku myndunum af henni en myndir af henni úr Temptation Island er algjörlega ómögulegt að finna. Ég hafði aðstoðarkonu í leitinni sem ekkert fann heldur. Það hjálpaði ekki að ég man ekki hvað hún heitir þessu stúlkukind. Þeir sem til þessa þátta þekkja vita um hverja ég tala, vonandi.
*Viðbót:* Mynd af gellunni er fundin. Hér sjáiði hana úr TI - Australia. Ég er reyndar farinn að efast um að þetta sé sama manneskjan, því miður.

Og þar sem ég hef ekki frá neinu að segja þá held ég áfram með hlekkina. Fyrir 2 - 3 árum sagði ég við sjálfan mig að þessi náungi væri eini Íslendingurinn næstu 10 árin sem ætti stjarnfræðilegan möguleika á að komast í NBA frá Íslandi. Spurning hvort það rætist. Mjög góð lýsing á honum hér.
Sá myndina 'Hard rain' í gærkvöldi. Alltaf gaman þegar maður sest fyrir framan sjónvarpið, vitandi ekkert hvaða mynd er að byrja og skemmta sér konunglega. Þægileg mynd á þægilegu sunnudagskvöldi.

Hvern hefði órað fyrir því að lag ég heyrði á rás 2, keyrandi í verslun á föstudagskvöldi, gæti verið komið á minn eigin geisladisk ásamt 16 öðrum vel völdum lögum í dag, mánudag? Lagið 'Magic Carpet Ride' með Steppenwolf er lagið umtalaða. Furðulegt að ég hafi ekki heyrt það áður í heild sinni. Frábært að lifa á tækniöld.

sunnudagur, 23. febrúar 2003

Ég mæli sterklega með þessari síðu. Holl lesning. Hvernig væri að leysa þetta mál?
Hef nú bætt við slatta af myndum á myndasíðuna. Allir að kíkja þangað og skrifa athugasemdir.

Stolt mitt af bílum mínum heldur áfram. Hér er mynd af þeim báðum.

Körfuboltalið Hattar gerði sér lítið fyrir og sigraði báða útileiki helgarinnar. Þeir eru þarmeð endanlega komnir úr fallhættu. Glæsilegur árangur.

laugardagur, 22. febrúar 2003

Höttur tókst að sigra Þór Þorlákshöfn í körfubolta í gær, á útivelli og án Eiðs. Þetta lið getur greinilega eitthvað ef það bara hefur réttan þjálfara. Ég átti víst að fara með til að ná í vatn og svona en fékk ekki frí í vinnunni. Það hefði verið gaman að taka þátt í þessu. Kíkið annars á þessa síðu hans Péturs um íþróttamál Egilsstaða. Verulega góð síða, uppfærð oft.
Ég hef fundið Íslenskan tvífara einnar fallegustu erlendu konu sem ég hef augum litið. Þetta sparar mér flugfarið út. Sú erlenda heitir Moira Kelly og sú innlenda Brynhildur Guðjónsdóttir. Þessi fegurð er mér ofviða. Þeir sem hrista hausinn og botna ekkert í mér, sjáið The cutting edge og sannfærist.

föstudagur, 21. febrúar 2003

Detti mér allar dauðar lýs úr höfði. Það er þrumuveður á Egilsstöðum í kvöld! Ég hef nú heyrt í tvemur þrumum og Björgvin bróðir sagðist hafa séð eina áðan. Þessu fylgir grenjandi bíómyndarigning. Ótrúlega magnað. Nú er bara að passa sig að vera ekki í símanum eða í skógi.
Það er aðeins eitt í þessum heimi sem er hættulegra en simpansi við stjórnvölinn á heilu landi og það er kona á jeppa. Ótrúlegt hvernig þær breytast í villidýr við það eitt að vera í stórum bíl. Þær virða engar umferðareglur, hika ekki við að tala í gemsa undir stýri og stoppa hvar sem þær vilja. Nýlega varð ég fyrir því að vera fyrir aftan jeppa sem skyndilega snarhemlaði á miðri götu án þess að bera virðingu fyrir mér né öðrum virðulegum bílstjórum. Ég sagði við kunningja minn að þarna væri augljóslega kvenmaður við stjórnvölinn og það var eins og við manninn mælt, kona með gemsa í eyranu við stýrið.

fimmtudagur, 20. febrúar 2003

Í dag hefði Kurt Cobain átt afmæli ef hann hefði ekki verið myrtur af geðsjúkri eiginkonu, sem gengur enn laus í dag. Einnig á bróðir minn afmæli í dag, Björgvin. Hér getur þú sent honum afmæliskveðju, eða jafnvel hér. Til hamingju með daginn.

miðvikudagur, 19. febrúar 2003

Loksins loksins fékk ég svar á einkamal.is auglýsingunni minni. Tími til kominn, liðnar amk 2 vikur frá því að ég setti örvæntingarfulla auglýsingu þangað. Ég hef ákveðið að leyfa ykkur að taka þátt í erótískum ævintýrum mínum á hinni margrómuðu síðu. Hér er fyrsta bréfið sem ég fékk og svar mitt við því:

Frá: superfufetta. Fyrirsögn: Fáviti!
"djofull hata èg svona fuct gaura eins og tig! langar mest til troda sandi uppi rassgatid à tèr og slita af tèr hausinn og salta hann i tunnu! vona ad tù rotnir i helviti fokkin òged!!!!!!"

Svar:
"ok, þú náðir áhuga mínum. Segðu mér meira um sjálfa þig eða úthúðaðu mig áfram, þú veist hvernig á að kveikja í mér...grrrr!"

Nú er spennandi að sjá hvort hún vilji stefnumót eða hvort þetta sé bara einhver að atast í mér. Það gleður mig líka að sjá á persónuleikaprófinu sem ég tók að þessi stelpa á vel við mig.
Við bræðurnir höfum náð að framkvæma eitt djarfasta töfrabragð í manna minnum og það alveg óvart en það felur í sér að láta naglaklippur hverfa. Það fer þannig fram að annar okkar klippir á sér neglurnar í kjallarablokkinni okkar og leggur þær svo frá sér. Stuttu seinna eru klippurnar horfnar og hvergi að finna. Þetta atriði hefur verið framkvæmt tvisvar í síðastliðinni viku. Ef einhver verður var við naglaklippur sem hann kannast ekki við, látið okkur vita.

þriðjudagur, 18. febrúar 2003

Ég gerði góð kaup í dag. Borgaði fyrir 500 króna innistæðu í shellinu og gekk út með tómar hendur. Það er hræðilegt að vera með svona lélegt minni. Þegar ég loksins áttaði mig var búið að loka shellinu og eigendurnir sennilega baðandi sig í peningunum mínum, hlægjandi af óförum mínum.
Um daginn sá ég nýja myndbandið við lagið Bring it on með Nick Cave & the bad seeds. Myndbandið er dæmigert fyrir Nick Cave myndbönd að því leyti að hann situr og syngur eins og venjulega nema eftir ca 15 sekúndur af laginu stíga inn á sviðið amk 10 fáklæddar, gríðarlega getnaðarlegar, þeldökkar konur. Ekki nóg með það að þær dansi eins og brjálaðar heldur fara þær í hinar ýmsustu kynlífsstellingar svo jafnvel viðbjóðslegustu pervertar roðna. Gott hjá Nick Cave og ljóta rónanum sem syngur með honum.
Lagið var mjög gott.

mánudagur, 17. febrúar 2003

Kolla systir hefur gert svona quiz. Allir að taka prófið hér og sjáðu niðurstöður hér.

En að allt öðru. Var að koma af 2ja tíma körfuboltaæfingu. Ég er dofinn upp að mitti og léttist amk um 12 kg. En þetta var ótrúlega skemmtilegt um leið, góður andi í liðinu og allir hressir. Samt ekki svona hópdans hressir.

Þegar ég kom svo af æfingu tók ég eftir langri rispu á bílnum aftanverðum. Ég er þónokkuð viss um að hún hafi ekki verið þegar ég keypti bílinn. Sá sem þetta vanþroska athæfi framkvæmdi vinsamlegast láttu mig vita í gestabókinni eða í tölvupósti svo ég geti látið þig borga fyrir þetta. Ég trúi á að fólk sé almennt gott og ég treysti því að sá seki gefi sig fram.

sunnudagur, 16. febrúar 2003

Í djúpu lauginni um daginn kom spurningin "hvað myndir þú gera ef þú værir guð í einn dag?" og ég fór að hugsa. Ég ætla að líta framhjá því að guð er uppspuni fólks frá örófi alda og það eina sem 'sannar' tilvist hans er ein bók, biblían, sem er besta skálsaga sem gerð hefur verið. En allavega, fólk var að svara "heimsfriður" og annað misgáfulegt. Það eina sem ég myndi gera er að fá mér risastórt stígvél og stíga ofan á bandaríkin. Þannig myndi viðhaldast heimfriður, líka eftir þennan eina dag minn við heimsvöld.
Í gærkvöldi fékk ég tvær myndir sendar frá aðdáendum síðunnar minnar. Ekki veit ég af hverju þar sem ég hef ekki beðið um neitt. Allavega, hér eru myndirnar: nr. 1 og nr. 2. Takk stelpur.

laugardagur, 15. febrúar 2003

Andskotinn!!! Botnleðja í öðru sæti í Eurovision Íslendinga. Ég eyddi 300 krónum í að fá almennilega tónlist í Eurovision en allt kom fyrir ekki! Birgitta 'éghreyfimigalltafeinsþegarégsyng' sigraði því heiladauðar gelgjur landsins kusu hana. Íslendingar eru hálfvitar! Andskotinn!!!

Myndir frá Eurovisionpartíinu birtast bráðlega.
Djúpa laugin gekk vel í gær. Óli Rúnar fór á kostum og lék við hvurn sinn streng. Einar Sævarsson frá Birtu, Egilsstöðum sást líka bregða fyrir. Óli vildi þó benda mér á það að eftirfarandi menn sáust einnig í myndbandinu fræga á skjá einum (sem ég sá í hádeginu í gær): Einar Sævars, Kristján Orri, Jóhann Valgeir, Gummi/Guggur og Garðar tónlistarspekúlant. Merkilegt hvað fólk frá austurlandi, 4% landsmanna, er að gera góða hluti.

Þá er quiz æðið gengið í garð. Hér eru nokkur sem þið getið tekið:

Finnur (ég): Prófið og niðurstöður.
Bergvin: Prófið og niðurstöður.
Björgvin: Prófið og niðurstöður.
Garðar: Prófið og niðurstöður.
Harpa: Prófið og niðurstöður.

föstudagur, 14. febrúar 2003

Innreið austfirðinga í fjölmiðla er hafin. Til að byrja með var það Jón frá Hofi í fyrrakvöld í auglýsingu Gettu Betur. Svo í hádeginu sá ég hvorki meira né minna en fjóra austfirðinga á skjá einum. Fyrstan ber að nefna Óla Rúnar leikandi í myndbandi með Tvemur dónalegum haustum (hann spilar á gítar í þeirri ágætu hljómsveit). Í sama myndbandi sá ég Ingvar Skúla leika dyravörð en hann er hátt í 202 sentimetrar á hæð og þriðja austfirðinginn sá ég í þessu umtalaða myndbandi en það er Magni söngvari í á móti sól (og góðri tónlist). Þegar þessu myndbandi lauk og ég tók andann aftur kom auglýsing með Jóni Matthíasi en hann ætlar að berja á Dönum þegar þeir koma í mars til að boxa. Áfram Danmörk!

Óli Rúnar sagði mér að segja ykkur að horfa á djúpu laugina á skjá einum í kvöld (kl ca 22:00) því þar mun honum bregða fyrir, að því er virðist.

fimmtudagur, 13. febrúar 2003

Í gærkvöldi sat ég í makindum mínum og horfði á sjónvarpið í fyrsta sinn í langan tíma þegar auglýsing fyrir Gettu Betur birtist á skjánum. Það er ekki í frásögu færandi nema fyrir það að Jón nokkur Bóndi frá Hofi sést þar bregða fyrir. Reyndar meira en bregða fyrir, hann á auglýsinguna fyrstu 5-6 sekúndurnar þar sem hann syngur og leikur við hvurn sinn fingur. Merkileg ævintýrin sem gerast fyrir framan sjónvarpið. Jón, ég hylli þig fyrir þessa frammistöðu.

Ég vil gjarnan þakka öllum þeim sem hafa tekið prófið mitt hingað til. Enginn hefur ennþá náð 100% árangri en fyrrnefndur Jón frá Hofi er hæstur með 90% þegar þetta er ritað. Hér getið þið séð stöðuna. Allir geta tekið þátt ennþá. Hvet ég hérmeð alla til að endurvekja prófastemninguna sem tröllreið öllu hér fyrir ca ári síðan og setja á síðuna sína eða senda í e-maili. Hörkufjör og ekkert að gera á Egilsstöðum.

Hér að lokum kemur svo smá ljóð eftir Gunnar Runólf, sem vill svo skemmtilega til að er pabbi minn. Þetta ljóð var samið í tilefni af því að strákahópur lúbarði strætóbílstjóra hér fyrir ca 10-15 árum síðan.

strætisvagnar streyma að
strákalýður hrellir
bílstjórana berj'í spað
bölvaðir drullusmellir

miðvikudagur, 12. febrúar 2003

Ég hef útbúið annað quizyourfriends próf. Allir að taka það hérna og þá meina ég allir.
Smellið hér og sjáið hvernig ég sé dagbókin mín hérna inn í tölvunni. Það er ekkert grín að vera harðkjarnadagbókarfærslumaður (bloggari).

Rakst á þessa dagbók í dag. Skemmtilegt að lesa hana því höfundurinn er mjög hreinskilinn og vitur þó hann sé ekki gáfum gæddur í sumum málefnum.
Er annars sennilega byrjaður aftur að æfa með Hetti, í tuttugasta og sjöunda sinn í vetur. Ég vona að ég endist út vikuna. Það er ekki gaman að eiga erfitt með að ákveða sig.

Niðurhlóð partíleiknum Worms world party um daginn og hef spilað hann m.a. með Björgvini bróður, Bergvini og Jóni Bónda um síðustu helgi. Það er gaman að vera njörður og eyða tímanum í eitthvað gagnslaust. Ég viðurkenni hvað ég er í raun og veru í stað þess að reyna vera súkkulaðistrákur eða tilgerðarlegur töffari öðru nafni. Heimurinn virðist snúa um það í dag að vera sem tilgerðarlegastur. Dæmi um það eru allar unghljómsveitir í dag og tónlistarmenn.
Ég hef verið að hlusta á Sverri Stormsker diskinn 'Greatest (s)hits' í vinnunni síðustu daga. Ég trúi því varla enn að hann hafi farið svona illa með ferilill sinn með þeirri heimskulegu ákvörðun að breyta listanafninu í Serðir Monster og semja bara klúra texta. Fyrir Serðir Monster tímabilið var hann einn besti laga og textahöfundur landsins með lög eins og App-bú, Allsstaðar er fólk og Andskotans svo dæmi séu tekin. Ég frétti um daginn að hann hafi hætt sem Serðir Monster, vona að hann byrji aftur að semja góða texta. Án efa einn af bestu Íslensku lagahöfundum þegar hann er ekki að rembast við að vera perri.

sunnudagur, 9. febrúar 2003

Helgin að baki og ég hef frá litlu að segja. Horfði á 2 fínar myndir í gær. Annars vegar Analyze this og hins vegar Red Planet. Sú síðarnefnda náði betur til mín og gef ég henni 2,5 stjörnur á meðan Analyze this fær aðeins 2.

Í kvöld, sunnudag, fórum við svo nokkrir í íþróttahús á Hallormsstað með það eitt í huga að spila körfubolta. Þar spiluðum við þar til hnéin á okkur gáfu sig. Við fylltumst nefnilega körfuboltaþrá eftir að hafa horft á Hött rétt tapa gegn Þrótti/Ármanni þrátt fyrir stórleik Björgvins K. Gunnarssonar, sem er kallaður Kalli. Björgvin Gunnarsson, bróðir minn átti líka stórleika á áhorfendapöllunum því hann mætti með blokkflautu og náði að trufla margan manninn á vítalínunni.

Bergvin Blúsari náði svo að slá vafasamt met um helgina. Hann vann látlaust í 22 tíma án hvíldar. Hamingjuóskir til hans frá ritnefnd finnurtg.blogspot.com.
Ég virðist ekki getað lagað gamla linka á þessu blogger.com rusli. Biðst ég velvirðingar á því fyrir hönd blogger.com. Hér er hlekkurinn aftur sem ég ætlaði að birta hér fyrir neðan.

laugardagur, 8. febrúar 2003

Hér getur að líta mína fyrstu auglýsingu á einkamal.is. Hingað til hefur engin dama svarað...furðulegt.

fimmtudagur, 6. febrúar 2003

Hef bætt öllum photoshop breyttu myndunum á myndasíðuna. Kíkið á það eða ég geri eitthvað virkilega andstyggilegt við ykkur.
Mér bárust hræðilegar fréttir í dag. Eiríkur Stefán er farinn suður í borg magasáranna að vinna. Þar með hafa eftirfarandi horfið af svæðinu árið 2003: Ingi, Harpa, Bylgja, Eiríkur, Gulla, Heiðdís, Eygló og Eiður körfuboltakappi. Eiríks verður sárt saknað.

En að öðru. Nú hef ég loksins sett inn mynd af jeppanum mínum sem ég keypti fyrir ca 2 vikum síðan. Allir að segja mér hversu flottur hann er.
Ég mæli ekki með því að versla við Búnaðarbanka Íslands á Egilsstöðum. Starfsfólkið þar er með minnstu þjónustulund sem ég hef nokkurntíman orðið vitni að. Ég skora á hvern þann sem þetta les að bera saman þjónustufólkið í pósthúsinu, sem eru alltaf hresst og skemmtilegt, og búnaðarbankafólkið. Auðvitað er ekki allt starfsfólkið þar andstyggilegt en vel flest, svo ég tali nú ekki um bankastýruna sjálfa. Ég hef margoft beðið um yfirdrátt hjá henni við vægast sagt leiðinleg viðbrögð. Það er ekki eins og ég sé ekki að borga himinháa vexti af öllum lánum þarna. Þetta sannar bara eina af grundvallarkenningum Einsteins en hún hljómar eitthvað á þá leið: „Að láta kvenmann fá völd er eins og að láta apa fá byssu“.

Í dag sá ég ljósið og mun skipta yfir í Landsbankann sem fyrst.
Þegar þetta er ritað hafa 5993 manns litið hingað. Hvern hefði órað fyrir þessari aðsókn þegar ég hóf þessa dagbók mína fyrir fjöldamörgum mánuðum síðan? Svör skulu rituð í athugasemdirnar fyrir neðan.

miðvikudagur, 5. febrúar 2003

Hápunktur vikunnar á Egilsstöðum er einmitt í dag en Dagskrá vikunnar var að koma í hús og stekk ég á hana, þyrstur í að suða yfir einhverju. Ég varð þó fyrir vonbrigðum því dagskrárliðið hefur lagað vandamálið sem ég talaði um á laugardaginn síðasta. Kannski lesa þeir þessa dagbók.

Hef verið að hlusta á Hinn Íslenska Þurslaflokk í vinnunni og kemst ekki yfir það hversu magnaðir þeir voru. Af hverju er ekki til þannig hljómsveit núna? Lög eins og Brúðkaupsvísur, Vera mátt góður, Sigtryggur vann, Einsetumaður einu sinni og flest önnur lög jaðra við fullkomnun. Alíslenskt líka, eitthvað sem við þurfum að halda í, í stað þess að stæla bandarískt ruslpopp þar sem hressilegur hópdans læknar öll sár.

Bergvin, hér geturðu séð þína Britney Spears án farða. Nei nei, rétta myndin er hér. Góða skemmtun.

Ég var að komast að svolitlu skemmtilegu. Farið inn á google.com og veljið images. Skrifið þar inn finnurtg og sjáið hvað google finnur. Sjúklega tjúllað.
Ég hef eitthvað verið að gleyma mér á ebay uppboðssíðunni upp á síðkastið. Bauð í derhúfu, körfuboltavesti, þrjár DVD myndir og bol um daginn. Ég vann derhúfuna, körfuboltavestið, tapaði bolnum og einni dvd myndinni en vonast til að vinna hinar tvær (Seven og Office Space). Hörkufjör á hálum ís hjá mér og sér ekki fyrir endann á þessu. Svona er að vera hvítt rusl.

Hlusta svo sallarólegur á Boatmans Call með Nick Cave og slappa af því ég þarf ekki að lyfta eða synda í dag og það er of kalt fyrir skokk. Ég er samt að spá í að mæta á körfuboltaæfingu í kvöld. Byrja aftur áður en ég hætti enn eina ferðina, eða eitthvað þannig.

Og aftur minni ég á nýja veffangið www.finnur.tk ef þið eruð að flýta ykkur og nennið ekki að skrifa alla rununa. Ef einhver veit hvaða land á .tk skammstöfunina, látið mig vita.

þriðjudagur, 4. febrúar 2003

Ég gerði heiðarlega tilraun til að kaupa minniskubb í tölvuna mína áðan. Ýmislegt gat farið úrskeiðis og reiknaði ég með því þar sem ég er gríðarlega óheppinn í öllu sem ég tek mér fyrir. Möguleikinn á að ég kaupi mér vitlausa gerð af minni er 50% þar sem það eru bara til 2 gerðir. Þetta fór þannig að ég keypti 128 mb minniskubb í BT, hann passaði ekki, ég ætlaði að skila honum og fá hina gerðina en þá var hún uppseld og óvíst hvort þetta komi eitthvað á næstunni. Auðvitað fékk ég bara inneignarnótu sem heftir mig frá því að kaupa frá öðrum (t.d. www.computer.is) af því ég er gríðarlega peningalaus um þessar mundir. Ég nota tækifærið og vitna í Homer Simpson: "the lesson is: never try" og það er akkúrat það sem ég ætla að temja mér héreftir.
Mér hefur tekist með óyggjandi hætti að sanna að 21% Íslendinga eru hálfvitar, 23% eru dópistar og restin sæmilega hugsandi. Hér er rannsóknina að finna. Þakkir til þeirra sem kusu rétt.

mánudagur, 3. febrúar 2003

Það gleður mig óheyrilega mikið að tilkynna nýtt lén undir mínu nafni. Eftir langar samningsviðræður hefur mér tekist að festa kaup á www.finnur.tk. Þetta auðveldar ykkur vonandi að muna eftir að koma á síðuna mína. Þetta eru góðar fréttir fyrir mannkynið.
Meistari Nick Cave gefur út diskinn Nocturama í dag. Að sjálfsögðu er hann diskur vikunnar á rás 2 og spiluð eru lög af þessum disk nokkrum sinnum á dag. Hingað til hef ég heyrt 2 lög og líst vel á. Spurning um að kíkja í BT og athuga hvort hann sé fáanlegur.

Ég biðst velvirðingar á því að myndasíðan hlóðst illa í gærkvöldi en það var vegna þess að síðan sem ég keypti (finnur.msspro.com) lá niðri einhverra hluta vegna. Nú er hinsvegar í fínu lagi með hana og þarmeð myndasíðuna. Fljótlega mun ég svo bæta við mun fleiri myndum.

sunnudagur, 2. febrúar 2003

Var að bæta við nokkrum myndum á myndasíðuna í ljósi þess að ég var að kaupa mér þjónustu á netinu sem felur í sér geymslusvæði fyrir myndir og annað. Alls geymir þessi nýja síða um 300 mb fyrir 300 kall á mánuði. Mjög sniðugt en talsvert flókið. Þess má geta að ég fékk 10 mb hjá simnet og 15 hjá geocities. Auka 10 mb hjá simnet kosta 500 krónur á mánuði og því er ég heppinn að finna þessa síðu. Nóg af nördatali.
Ég get ekki ímyndað mér að þessi krakki hafi átt góða æsku. Rakst á þetta á batmanninum.

Var að enda við að horfa á The sum of all fears. Hún yljaði mér um hjartarætur en er samt bara bandarískt þvaður. 2 stjörnur.

laugardagur, 1. febrúar 2003

Ný könnun hefur litið dagsins ljós. Ég vona innilega að þið kjósið rétt helvítin ykkar.

Smellið hér til að taka þátt.
Ég var að athuga dagskrá kvöldsins í dagskránni sem gefin er út af Héraðsprenti. Vildi ég athuga með kvikmyndir kvöldsins á sjónvarpsstöðvunum í kvöld, laugardaginn 1. febrúar. Á rúv fann ég myndirnar 'Í þangarfjötrum', 'Dauðir forsetar' og 'Eilífur hiti'. Á stöð 2 voru gullmolar á borð við 'Það er ekki satt', 'Skyttan', 'Huldumaðurinn', 'Dauðadómur' og 'Skepnuskapur'. Nú leikur mér forvitni á að vita hvaða hálfviti sé að skrá þetta hjá Héraðsprenti eða hvaða fífl sendir þetta inn til skráningar á íslensku. Hvaða myndir eru þetta og hvernig í ósköpunum eigum við að vita að þetta séu þessar myndir? Ótrúlegt hvað fólk hugsar lítið stundum. Skrifið þetta bara á ensku. Þið bjargið ekki íslenskri tungu með þessu framtaki.