Þá er komið að sögustund.
Saga dagsins er algjörlega sannsögulegt (enginn kaldhæðni í þessu.... og ekki heldur þessu og svo framvegis). Hún gerðist í Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 1999, nánar tiltekið í tölvuveri ME en þar voru samankomnir töffarar skólans að spila leikinn Duke Nukem í gegnum netið, semsagt skjótandi hvorn annan. Alls voru um 12 manns að spila. Hver og einn hafði sitt nafn, sem dæmi kallaði Björgvin bróðir sig Lubba, einhver kallaði sig Jesú, annar Ghandi og svo framvegis. Þarna var líka staddur einn mesti töffari skólans sem virtist vera alveg sama um allt og alltaf til í að hneyksla fólk. Hann kallaði sig því ósmekklega nafni Brundur. Allavega, í eitt skipti þegar Brundur var búinn að myrða einhvern í Duke Nukem leiknum hrópar sá dauði upp yfir sig „Hver í ósköpunum er Brundur?“. Brundur svaraði á sinn einstaklega svala máta. Þá segir Björgvin svellkaldur „Við erum það sem við étum“. Ég grét úr hlátri og hlæ enn þegar ég hugsa út í þetta magnaða svar til að niðurlægja þann svala.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.