miðvikudagur, 13. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég sá hluta úr 'já', brúðkaupsþætti skjás eins, um daginn (ætli einhver karlmaður hafi einhverntíman náð að horfa á heilan svona þátt?) en sá þáttur opnaði augu mín hvað framtíð mína varðar. Eftir þáttarbrotið áttaði ég mig á því hvernig brúðkaup ég mun eiga, þeas ef ég finn einhverja blinda, heyrnarlaus og stjarnfræðilega heimska manneskju til að fallast á giftast mér. Draumabrúðkaupið mitt er hjá sýslumanni og svo smá kaffi-/mjólkursopi á kaffi níelsen eða í heimahúsi. Hver veit nema ég snari fram skúffuköku ef brúðkaupið heppnast vel, glóðvolga frá Fellabakaríi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.