Síður

miðvikudagur, 6. ágúst 2003

Ég held að það sé tímabært að fara yfir peningalegu hlið helgarinnar sem nýlega leið svo undurfljótt. Það er alltaf auðveldara að vega og meta skemmtanagildi helganna í gegnum peninga.
Hefst þá upptalningin.

Rekstrargjöld ferðar:
kr. 4.554 ÁTVR: áfengi.
kr. 2.500 Olís: eldsneyti notað í ferðina. Áætluð upphæð.
kr. 2.643 Olís: Ýmis smákostnaður; rafhlöður og flr.
kr. 3.044 KHB: Matur, áhöld og smá fatnaður.
kr. 2.000 Fjarðaborg: Ball á laugardagskvöld.
kr. 425 Kaupfélag Borgfirðinga: Matur ýmiskonar.
-----------------------
kr. 15.166 alls

Rekstrarhagnaður ferðar:
kr. 1.000 Bylgja: Keypti af mér pela + bensín.
kr. 1.000 Einhver: Keypti af mér notaðan ballmiða fyrir utan ball.
kr. 1.000 Videóflugan: Sparaði mér þennan videospólupening.
-----------------------
kr. 3.000 alls

Afkoma: kr. -12.166.

Fyrir afkomuna fékk ég miðlungsdjamm á föstudaginn og, sökum slappsleika, lélegt djamm á laugardaginn. Einnig fékk ég viðurnefnið 'sultan', sá heilt fótboltamót á laugardeginum og varð vitni að skemmtilegri leiksýningu aðfaranótt sunnudags. Allt þetta fyrir kr. 12.166. Geri aðrir betur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.