Síður

þriðjudagur, 12. ágúst 2003

Ég hef fundið upp dásamlegan drykk sem er bæði næringaríkur og góður á bragðið að sögn. Þú tekur 7/8 af banana og 12/17 af ananas og setur saman í blandara (mixer) ásamt hálfum lítra af léttmjólk. Þessu er hellt í 3/4 úr lítra glas og viti menn; Bananananasinn er tilbúinn (látið mig vita hvernig hann bragðast).

Ég er líka að vinna að því að herða blöndu af bananananasnum og skýra bananananasnasl. Sjáum til hvort eitthvað stórfyrirtæki kaupir hugmyndina.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.