Gærkvöldið var hörkufjörugt. Eftir flatbökuát í heimahúsum með Eika frænda og Björgvini bróðir tvístraðist hópurinn og ég hélt í Sunnufellið á meðan restin fór í teiti hjá Elíasi sem átti þrítugs afmæli. Í Sunnufellinu var róleg stemning, húsráðandi hálfsofandi og ég með glæsilegt yfirvaraskegg. Þangað mætti líka umtalsverður fjöldi af fólki, nokkrar prímadonnur sem ekki sætta sig við hvaða félagsskap sem er og nokkrir þjónar sem ekki kunna að meta góða skák.
Á ballinu tók ég talsvert magn af myndum og mun birta þær í kvöld eða á morgun á myndasíðunni. Það sem stendur uppúr á þessu balli er hversu vel hljómsveitin stóð sig en á sviðinu spilaði Hljómsveit Íslands.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.