Fyrir rúmri viku var ég spurður, þar sem ég verslaði í Shellinu, hvort ég væri 18 ára eða yngri. Ég leit á 13 ára strákinn sem spurði mig og velti því fyrir mér hvort hann sæi ekki minn þykka og myndarlega skeggvöxt og svaraði svo í kaldhæðni, hélt ég, að ég væri 13 ára gamall. Hann sagði 'hey, ég er líka 13 ára, komdu á samkomu á Eyjólfsstöðum'. Ég væri að ljúga ef ég segði að sjálfsálit mitt hafi ekki beðið hnekki.
Það var annars fínt á Eyjólfsstöðum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.